Hægt að senda inn ábendingar um Reykjavíkurleiðina
Samráðsgátt fyrir tillögur að umbótum á náms- og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík var opnuð í dag, miðvikudaginn 15. október. Tekið verður á móti ábendingum og tillögum um breytingar næstu tvær vikur, eða til 29. október næstkomandi.