Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða
Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega 130 kílómetra hraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt.