Maður grunaður um kynferðisbrot gegn ungri stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar atvik þar sem grunur leikur á að karlmaður hafi brotið kynferðislega á stúlku undir fjórtán ára aldri í gærkvöld. Maðurinn er í haldi lögreglu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Kristján Ingi Kristjánsson lögreglufulltrúi segir í samtali við fréttastofu að rannsókn sé á algjöru frumstigi. Eftir á að yfirheyra hinn grunaða og vitni. Yfirlitsmynd úr Hafnarfirði.RÚV / Olga Björt Þórðardóttir