Rannsókn lögreglu á leiðbeinanda í Múlaborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn leikskólabörnum er um það bil að klárast. Hún verður send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra eða ekki. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Vísir greindi fyrst frá. Fréttastofa greindi frá því í byrjun mánaðar að grunur léki á að starfsmaðurinn hefði brotið gegn fleiri en tíu börnum. Hann var upphaflega handtekinn vegna gruns um brot gegn einu barni. Leikskólinn Múlaborg.Sólveig Klara