Um meint hlut­leysi Kína í Úkraínustríðinu

Ég heyrði viðtal á Morgunvaktinni á mánudaginn um Kína og hugsaði hvað kínverski sendiherrann væri orðinn ægilega sleipur í íslensku. Þetta reyndast þó ekki vera hann, heldur stundakennari í kínverskum fræðum sem færði hlustendum sína greiningu á Kína og hélt því blákalt fram að „þeirra afstaða gagnvart stríðinu í Úkraínu er algerlega að vera hlutlaus”.