Stóra spurningin varðandi afkomu Símans á þriðja ársfjórðungi þessa árs er hversu mikið tekjur af sjónvarpi munu lækka, samhliða því að Síminn hætti með Enska boltann. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá fyrir Símann sem unnin er af greiningarfyrirtækinu Reitun (IFS).