Jafnréttisbærinn Hafnar­fjörður – nema þegar þú ert þolandi

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna.