Sigríður verður þingflokksformaður

Sigríður Á. Andersen verður þingflokksformaður Miðflokksins. Tekur hún við af Bergþóri Ólasyni sem sagði sig frá formennsku þingflokksins í síðustu viku. Tillaga formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var samþykkt einróma á þingflokksfundi í dag. Val formannsins kemur ekki á óvart enda Sigríður með töluverða þingreynslu að baki. Hún var jafnframt dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk til liðs við Miðflokkinn fyrir kosningarnar í fyrra. RÚV / Ragnar Visage