Í Hinni útgáfunni í Morgunverkunum á Rás 2 heyra hlustendur þekkt lag í útgáfu sem þeir hafa ef til vill ekki heyrt áður. Að þessu sinni var það Beck sem bauð upp á hina útgáfuna. Árið 2009 var Beck með frábært verkefni sem hann kallaði Beck ́s Record Club. Hann fékk vel valda vini í heimsókn til að taka upp sígilda plötu eins og hún lagði sig án æfingar. Það var bara ýtt á upptöku, spilað og skellt á Youtube. Meðal platna sem Beck og félagar spreyttu sig á voru The Velvet Underground & Nico, Songs of Leonard Cohen og Kick með INXS. Lagið sem var spilað í Morgunverkunum er einmitt af henni.