Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, viðraði þá hugmynd í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að skera niður á sviði „skemmtiefnis sem sumt hvert er orðið hálfgerður pólitískur áróður“ hjá Ríkisútvarpinu og vísaði sérstaklega til Gísla Marteins Baldurssonar, þáttarstjórnanda skemmtiþáttanna Vikunnar með Gísla Marteini. Snorri sagði Gísla Martein vera „hugmyndafræðilegan ritstjóra Ríkisútvarpsins“ og vakti athygli á honum sem „næstu...