Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“

Stjórn Ungra Repúblikana í Bandaríkjunum kallaði í gær eftir því að margir af leiðtogum samtakanna á landsvísu stigju til hliðar. Það var eftir að samskipti þeirra á Telegram rötuðu í hendur blaðamanna, sem sögðu frá því að umræddir leiðtogar hefðu ítrekað lýst yfir aðdáun á Hitler, lofað þrælahald og talað með mjög neikvæðum hætti um konur, litað fólk og aðra.