Ísafjarðarbær: tekur ekki afstöðu til þvingaðrar sameiningar sveitarfélaga

Ísafjarðarbær hefur sent í samráðsgátt stjórnvalda umsögn um drög að frumvarpi um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Í frumvarpinu eru fjölmörg atriði, en um sameiningu sveitarfélaga er nýtt ákvæði þar sem ráðherra er gert skylt að eiga frumkvæði að því að sameina sveitarfélag aðliggjandi sveitarfélagi ef íbúafjöldi sveitarfélags er lægri en 250 þann 1. janúar ár hvert […]