Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, í eins leiks bann. Maresca fékk rautt spjald þegar hann fagnaði dramatísku sigurmarki Chelsea gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi.