Wilders kominn aftur á stjá eftir hótanir

Hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders, formaður Frelsisflokksins, stærsta flokks landsins, er aftur kominn á fulla ferð í kosningabaráttunni, fyrir þingkosningar undir lok mánaðarins. Wilders, sem er harðlínumaður af hægri kantinum, dró sig í hlé í síðustu viku þar sem hann óttaðist um öryggi sitt. Hann segir í tilkynningu á samfélagsmiðlum að hann búi í öruggu húsi á vegum ríkisins, en eftir langvarandi ógnir og hótanir finni hann sjaldnast til öryggis. Hollenski harðlínumaðurinn Geert Wilders segist ætla að snúa aftur í baráttuna fyrir þingkosningar eftir að hann dró sig í hlé af öryggisástæðum. Honum hafi borist ótal líflátshótanir og han sé á dauðalista Talibana, Al-Qaeda og Samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Wilders segist þó finna til ábyrgðar gagnvart kjósendum og haldi því ótrauður áfram.