Truflanir eru á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 frá sendi á Fremra-Koti í Norðurárdal í austanverðum Skagafirði. Truflanir gætu haft áhrif á notendur á svæðinu. Viðgerð stendur yfir á sendinum en ekki er vitað hvenær henni er lokið. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Frá Skagafirði.RÚV / Þorgerður Anna Gunnarsdóttir