Fékk Lauf­eyju í af­mælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir bróður sinn, Magnús Sigurbjörnsson, betri en aðra að gefa gjafir. Óhætt er að segja að hann hafi toppað sig í ár í tilefni af 35 ára afmæli Áslaugar þegar hann bauð henni á tónleika með Laufeyju Lín í Madison Square Garden í kvöld.