Ekki flensunni að kenna

Álag á Landspítala sem m.a. hefur leitt til þess að senda hefur þurft fólk heim af bráðamóttöku helgast af ólíkum þáttum. Ekki er um fleiri flensutilfelli að ræða en vanalega en margar af deildum spítalans eru fullar og illa gengur að koma fólki út af deildum vegna fráflæðisvanda.