Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur stefnt pólskum manni á fertugsaldri vegna sex flutninga með sjúkrabíl á aðeins hálfu ári. Samkvæmt stefnunni er ekki vitað hvar hann er niðurkominn. Stefnan var birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Er það Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með Heiðu Björg Hilmilsdóttur, borgarstjóra, sem fyrirsvarsmann sem stefnir 37 ára gömlum pólskum manni sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi. Lesa meira