Óhugnanleg þróun gervigreindar: Látnir lifna við

Þegar Sora 2 kom á markað tók fólk til við að búa til myndbönd og myndir af látnu fólki, ekki síst frægu fólki og það hefur vakið óhug hjá afkomendum þess og ættingjum. Cameo er möguleiki í Sora 2 sem gerir kleift að láta spunagreind búa til myndskeið af nafntoguðu fólki og setja inn í myndbönd. Höfundur myndbandsins getur látið fólkið gera hvaðeina sem honum dettur í hug. Spunagreindin hermir vel eftir málrómi og lætur fólk segja það sem höfundurinn vill. OpenAI lýsti því yfir að aðeins yrði leyfilegt að nota myndir af lifandi fólki til að gera myndskeið, með þeirri undantekningu þó að nota mætti sögufrægt fólk að vild. Árni Matt ræðir um þetta áhugaverða mál í dagskrárliðnum Undir yfirborðið í Popplandi á Rás 2. Hægt er að hlusta á hann í spilaranum hér fyrir ofan.