Skömmu áður en aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) var hætt árið 2013 sagði þáverandi utanríkisráðherra að gefa ætti þjóðinni kost á að meta aðildina „út frá staðreyndum“. Um það leyti lágu fáar staðreyndir fyrir um afstöðu sambandsins til veigamestu hagsmunanna, en kaflar þar að lútandi höfðu þá enn ekki verið opnaðir.