„Þetta er mynd sem fjallar svona um lífið fyrir endapunktinn og mennskuna og kærleikann, lífið á þessum tímapunkt lífsins sem að við kannski sjáum ekki oft og er oft falið í samfélaginu“, segir Yrsa Roca Fannberg kvikmyndagerðakona og sjúkraliði. Yrsa hefur starfað á eliheimilinu Grund í fimmtán ár en hversdagslíf á hjúkrunarheimilinu Grund, með allri sinni gleði, fegurð og sorg, er miðpunktur heimildarmyndarinna. Hugmyndin af kvikmyndinni kviknaði fyrir meira en áratug. Hún segir að kvikmyndin sé í raun andlegt ferðalag og að hún skilji eftir tilfinningar.