Minnst ellefu hundar drepist við Geirs­nef: „Á­fall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“

Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu.