Minnst 20 fórust þegar eldur kviknaði í farþegarútu í norðurhluta Indlands í gær. Talið er að 35 til 50 farþegar hafi verið um borð þegar ökumaður rútunnar hóf för milli bæjanna Jaisalmer og Jodhpur í Rajasthan-fylki.