HSÍ harmar „óhapp“ í Vestmannaeyjum

Daníel Þór Ingason gat ekki tekið þátt í leik ÍBV gegn Haukum í 6. umferð úrvalsdeildarinnar í handbolta vegna meiðsla sem hann varð fyrir við upptökur á markaðsefni HSÍ fyrir deildina. Framkvæmdastjóri HSÍ harmar atvikið og sagði það óhapp.