Stjórnvöld í Ísrael segja Rauða krossinn hafa afhent sér lík tveggja gísla sem voru í haldi á Gaza til viðbótar. Enn á eftir að bera endanleg kennsl á þau. Alls hafa Hamas skilað líkum átta gísla, ef líkin tvö reynast vera í hópi gíslanna sem er enn saknað, þýðir það að 19 gísl eru enn ófundin. Hamas segjast hafa skilað jarðneskum leifum allra þeirra gísla sem þeir ná til. Þau segjast ekki geta endurheimt líkin sem Ísrael fari fram á að þau afhendi án sérhæfðs búnaðar í ljósi þess að þau liggi undir rústum á Gaza. Alls eru lík 19 gísla enn ófundin á Gaza. Hluti fyrsta áfanga friðarsamkomulags Hamas-samtakanna var að skila jarðneskum leifum allra 28 gíslanna sem voru í haldi þeirra. Hamas hefur þegar skilað líkum átta gísla en ísraelsk stjórnvöld segja eitt þeirra ekki vera af neinum þeirra tvö hundruð og fimmtíu sem samtökin hnepptu í gíslingu fyrir tveimur árum. Í kjölfar yfirlýsingar Hamas-samtakanna háttsettir bandarískir ráðgjafar að þeir telji ekki að Hamas-samtökin hafi hingað til brotið vopnahléssamkomulagið.