Þjóðverjar hyggjast senda fleiri orrustuþotur til Póllands

Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands.AP / Omar Havana Þjóðverjar hyggjast senda orrustuþotur til Malbork-herflugvallarins í Póllandi. Varnarmálaráðherrann Boris Pistorius segir tilganginn að efla varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins í austanverðri Evrópu. Þjóðverjar hafa þegar fjórar orrustuþotur reiðubúnar til eftirlitsflugs yfir Póllandi. Hið sama hafa nokkur ríki bandalagsins gert, þar á meðal Noregur sem hefur sent þotur og hermenn til Póllands.