Veðrið virðist ætla að vera frekar tíðindalítið í dag. Víðast hvar er útlit fyrir hæga breytilega átt en norðvestantil verður aðeins líflegri vindur. Norðan- og austanlands verður léttskýjað en annars staðar má búast við því að verði skýjað með köflum og dálítil væta af og til. Veðurspáin er svohljóðandi: Fremur hæg breytileg átt, en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu norðvestantil. Skýjað með köflum og dálítil væta af og til, en léttskýjað norðan- og austanlands. Vestlæg átt þrjú til átta á morgun, en átta til þrettán á norðvestanverðu landinu. Skýjað vestantil, en annars að mestu léttskýjað. Hiti sex til ellefu stig að deginum.