Leikskólagjöld ein­stæðra foreldra í Reykja­vík gætu allt að þre­faldast

Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta átt von á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega.