Hamas að­eins skilað tveimur líkum til við­bótar en ekki sagðir hafa svikið sam­komu­lag

Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu.