Lög­gjöf um er­lenda fjár­festingu þarf að vera skýr og fyrir­sjáan­leg

Lög um fjárfestingarýni geta verið öflugt tæki til að tryggja þjóðaröryggi en aðeins ef þau byggjast á skýrum reglum, faglegri málsmeðferð og samstarfi við aðrar stofnanir. Sé kerfið óljóst, íþyngjandi eða í ósamræmi við gildandi regluverk getur það unnið gegn tilgangi sínum og fælt í burtu erlenda fjárfestingu.