Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

„Helsærður flokkur fer ekki í átök um nýjan formann. Hann þarf sjálfur að þekkja sinn vitjunartíma,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og þingmaður til margra ára, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Guðni lýsir þar miklum áhyggjum af stöðu Framsóknarflokksins og segir hann standa á sínum versta stað í 109 ára sögu flokksins. Lesa meira