Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, vill að eignir Rússa sem voru frystar vegna innrásar þeirra í Úkraínu verði notaðar sem veð fyrir lánum til Úkraínu. Þessu greindi Merz frá og sagðist myndu þrýsta á Evrópusambandið að fara þessa leið. „Þetta viðbótarfé verður eingöngu notað til að fjármagna kaup á hergögnum,“ sagði Merz í þýska þinginu. Hann sagði að veita ætti lánið í áföngum til að tryggja hernaðarmátt Úkraínu næstu árin. Friedrich Merz á þýska þinginu.AP / Markus Schreiber