Fjárhagslegur léttir fyrir bankana

Hæstiréttur Íslands kvað í vikunni upp dóm í svokölluðu vaxtamáli Íslandsbanka, þar sem deilt var um lögmæti skilmála um breytilega vexti á óverðtryggðu fasteignaláni. Dómurinn staðfesti að hluti skilmála bankans væru óskýr og því ógildur, en sýknaði bankann af öllum fjárkröfum lántaka.