Skorað á ráðherra að draga tillögu til baka

Sveitarstjórnir 19 sveitarfélaga með færri íbúa en 1.000 skora á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra að draga til baka tillögu sína um að gera sveitarfélögum með færri íbúa en 250 skylt að sameinast ákveði ráðherrann svo. Áskorun þessa efnis var send ráðherranum sl. mánudag.