Sævar Atli ekkert meira með á tímabilinu

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun ekki spila meira með félagsliði sínu Brann það sem eftir er af norsku úrvalsdeildinni. Félagið sagði frá á heimasíðu sinni í morgun . Sævar Atli fer meiddur af velli gegn Frökkum, Brynjólfur Willumsson kemur inn á í hans staðRÚV / Mummi Lú Sævar Atli fór meiddur af velli í leik Íslands gegn Frakklandi á mánudag og nú ljóst að hnémeiðslin munu halda honum af fótboltavellinum út árið hið minnsta. Sóknarmaðurinn gekk til liðs við Brann í sumar, og hitti þar fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá Leikni og Lyngby Frey Alexanderson, og hefur skorað tíu mörk í 16 leikjum. Hann segir í tilkynningunni ætla að styðja við liðið það sem eftir lifir tímabils og vinna að því að koma enn betri til baka.