Gummi Ben stendur vaktina í mötuneytinu

„Ég elda fyrir starfsfólkið í næstu viku,“ sagði Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld og bætti við: „Ég er að segja satt núna.“ Gummi var gestur þáttarins ásamt Baltasar Kormáki og Steineyju Skúladóttur. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan. Ísskápastríð hefur göngu sína á ný á Sýn í dag. Gummi viðurkenndi að landvinningar sínir í mötuneyti Sýnar séu vegna þess að þátturinn er að hefja göngu sína frejar en vegna hæfileika hans í eldhúsinu. „Ég tek eitt hádegi og verð með skemmilegan mat fyrir starfsfólkið. Eva er reyndar að sjá um það en ég ætla að reyna að vera skemmtilegur,“ sagði hann og átti þar við Evu Laufey, sem stýrir þættinum með honum. Horfðu á Vikuna með Gísla Marteini í Spilara RÚV.