Guðleifur fékk tónlistarmanninn Einar Ágúst Víðisson til að túlka lagið fyrir sig en hann segir það koma beint frá hjartanu. „Fyrir nokkrum árum lést barnsmóðir mín. Saman eigum við tvær dætur, sem eru í dag 20 og 25 ára. Nóttina sem þetta gerist þá dreymir stelpurnar okkar nákvæmlega sama drauminn: að mamma þeirra kemur brosandi og segist elska þær og hún verði alltaf með þeim,“ segir Guðleifur í póstkortinu. „Í kringum draum og móðurást kom lag og texti í kjölfarið,“ bætir hann við. Þú getur heyrt lagið og póstkortið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.