Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og í nágrenni vegna lokunar kísilmálmsverksmiðju PPC á Bakka. Hún vill að stjórnvöld grípi til beinskeyttra aðgerða til að bæta rekstrarumhverfi PCC. „Miðstjórn leggur áherslu á að stöðvun reksturs PCC megi einkum rekja til erfiðleika á mörkuðum og röskunar þeirra vegna tollastríðs,“ segir í ályktun. „Þá er samkeppnisstaða gagnvart Kína erfið þar sem verkafólk sem engra réttinda nýtur og býr við ömurleg launakjör og aðbúnað framleiðir ódýran kísilmálm í miklu magni.“ Miðstjórnin krefst aðgerða sem fyrst því mikið sé í húfi fyrir Norðurland og þjóðarbúið. Verksmiðja PCC á Bakka.RÚV / Kristófer Óli Birkisson