Miðstjórn ASÍ uggandi vegna Húsavíkur

Alþýðusamband Íslands er með böggum hildar yfir lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka í Húsavík og ályktaði miðstjórn sambandsins á fundi sínum í gær að hún lýsti yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og í nágrenni hennar vegna lokunarinnar.