Hafa engu svarað um Brákarborg

Ekki hefur enn verið orðið við ítrekuðum óskum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði um kynningu á þeim framkvæmdum sem enn standa yfir í húsnæði leikskólans Brákarborgar við Kleppsveg, þrátt fyrir að ráðið hafi samþykkt einróma á fundi sínum 24. september sl. að það fengi kynningu á framkvæmdunum og að þeim fulltrúum ráðsins sem þess óskuðu yrði gefinn kostur á að kynna sér framkvæmdirnar á verkstað.