Flutningaskip strand á landamærum Noregs og Svíþjóðar

90 metra langt flutningaskip strandaði í Svinesundi sem skilur að Noreg og Svíþjóð í nótt og situr enn fast. Skipið, sem er 90 metra langt, strandaði undir Svinesunds-brúnni og í því er talið að séu um 88 þúsund lítrar af olíu. Sænska landhelgisgæslan hefur málið til rannsóknar og hefur rætt við áhafnarmeðlimi sem allir eru enn um borð. Norska ríkisútvarpið ræddi við skipstjórann, sem segir engan vind hafa truflað för skipsins þegar það strandaði. Þó byrgði mikil þoka mönnum sýn. Kafarar eru á vettvangi til að meta umfang slyssins og hvernig draga megi það aftur á flot.