Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Sveitarstjórn Skagafjarðar er uggandi yfir því að til standi að færa eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum frá heilbrigðiseftirlitum landsins til Umhverfis- og orkustofnunar. Um sé að ræða 70 prósent starfseminnar og þau verkefni þar sem lang mestu tekjurnar koma inn. Var þetta rætt á fundi sveitarstjórnar í gær, miðvikudaginn 15. október, og þungum áhyggjum lýst Lesa meira