Þúsundir bíla enn með hættulega loftpúða þrátt fyrir innköllun

Þúsundir bíleigenda á Íslandi hafa ekki sinnt innköllun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna alvarlegs galla á loftpúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöruvakt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólk er hvatt til að hafa tafarlaust samband við bílaumboðin sem skipta um púða bíleigendum að kostnaðarlausu. Loftpúðarnir eru frá framleiðandanum Takata. Loftpúðarnir voru kallaðir inn á heimsvísu fyrir nokkrum árum, í stærstu innköllun sögunnar, enda voru 35 dauðsföll rekin til þess að þegar púðarnir sprungu mynduðust flísar sem skutust í andlit fólks. 100 milljónir púða voru kallaðir inn, þar af um 37 þúsund bílar á Íslandi. Vöruvaktin ítrekaði innköllunina í ágúst, en enn eiga tæplega 6 þúsund bílar eftir að skila sér. Innköllunin gildir um fjölda bíltegunda sem framleiddir voru á árunum 1998 til 2019. Innköllunin nær til eftirfarandi tegundir af bílum sem framleiddir hafa verið frá 1998-2019.