Íslandsbanki og Landsbanki spá því báðir að verðbólga verði um fjögur prósent út þetta ár, líkt og hún hefur verið síðustu átta mánuði. Landsbankinn spáir því að verðbólga fari úr 4,1 prósenti í 4,2 prósent í þessum mánuði en Íslandsbanki spáir því að hún standi í stað. Íslandsbanki spáir því að verðbólga minnki niður í 3,2 prósent í júlí en aukist svo á ný þegar líður á næsta ár. Hundrað krónu mynt.RÚV / Steinunn Þórhallsdóttir