Krabbameinstilvikum hefur fjölgað hratt síðustu ár og áratugi án þess að nauðsynlegir innviðir hafi verið styrktir til samræmis. Spár benda til 63% fjölgunar tilvika til ársins 2045 auk þess sem bættur árangur í meðferð krabbameina leiðir til þess að verulega fleiri lifa með krabbamein sem þarfnast langvarandi meðferðar. Spáð er 96% fjölgun lifenda til ársins 2045.