Gríðarlegur áhugi var á leikprufum fyrir fjölskyldusöngleikinn Galdrakarlinn í Oz en um 900 leikglöð börn á aldrinum 8–12 ára mættu og sýndu hæfileika sína á sviðinu. Aðeins þrettán börn voru valin í leikhópinn sem mun stíga á Stóra svið Borgarleikhússins í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu.