„Hefði þurft að bregðast við fyrir mörgum árum”

Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði að bregðast hefði átt við miklu fyrr þegar kemur að innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars þegar kemur að húsnæði og viðhaldi þess, mönnun, tækjabúnaði, rafrænum kerfum og stjórnsýslu.