Hringborð Norðurslóða hefst í Hörpu í Reykjavík í dag og stendur fram á laugardag. Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum munu taka þátt. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Ræðumenn koma frá nær öllum heimsálfum, einkum Evrópu, Ameríku, Asíu […]