Segja eins og áður að­eins samið til skamms tíma og leið­rétta ráð­herra

Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, segir það þó ekki rétt sem kom fram í máli Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í umræðum um Ljósið að það hafi verið undirritaður nýr samningur um fjárveitingar til Ljóssins. Sjúkratryggingar og Ljósið hafi aðeins komist að samkomulagi um fjármagn þessa árs og samningurinn sé til skamms tíma eins og áður.