Fjöl­margra enn saknað eftir flóð og aur­skriður

Sex dögum eftir að tugir manna dóu vegna úrhellis í Mexíkó er fjölmargra enn saknað. Að minnsta kosti 66 eru látnir, samkvæmt tölum sem birtar voru í gærkvöldi, en enn hefur ekki tekist að finna 75 til viðbótar eftir að skyndiflóð og aurskriður léku íbúa Mexíkó grátt.